Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
sameiginlegt markaðskerfi fyrir nauta- og kálfakjöt
ENSKA
common organisation of the market in beef and veal
Svið
innri markaðurinn (almennt)
Dæmi
[is] Af þeirri ástæðu ættu aðildarríkin, til að þau geti gripið til viðeigandi ráðstafana, að hafa til ráðstöfunar fjárhæðir sem eru jafngildar stuðningi, sem er nú þegar veittur af Bandalaginu samkvæmt reglugerð ráðsins (EB) nr. 1452/2001 frá 28. júní 2001 um sérstakar ráðstafanir fyrir tilteknar landbúnaðarafurðir í frönsku umdæmunum handan hafsins (Poseidom), reglugerð ráðsins (EB) nr. 1453/2001 og reglugerð ráðsins (EB) nr. 1454/2001 frá 28. júní 2001 um sérstakar ráðstafanir fyrir tilteknar landbúnaðarafurðir á Kanaríeyjum (Poseican) og fjárhæðir veittar til bænda á þeim svæðum samkvæmt reglugerð ráðsins (EB) nr. 1254/1999 um sameiginlegt markaðskerfi fyrir nauta- og kálfakjöt, reglugerð ráðsins (EB) nr. 2529/2001 frá 19. desember 2001 um sameiginlegt markaðskerfi fyrir kinda- og geitakjöt, reglugerð ráðsins (EB) nr. 1784/2003 frá 29. september 2003 um sameiginlegt markaðskerfi fyrir korn og fjárhæðir sem veittar eru vegna afhendingar hrísgrjóna til franska umdæmisins handan hafsins, Réunion, skv. 5. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1785/2003 frá 29. september 2003 um sameiginlegt markaðskerfi fyrir hrísgrjón.


[en] For that reason, so that they can carry out the appropriate measures, the Member States should have at their disposal sums equivalent to the support already granted by the Community under Council Regulation (EC) No 1452/2001 of 28 June 2001 introducing specific measures for certain agricultural products for the French overseas departments (Poseidom), Council Regulation (EC) No 1453/2001 and Council Regulation (EC) No 1454/2001 of 28 June 2001 introducing specific measures for certain agricultural products for the Canary Islands (Poseican) and sums granted to farmers established in those regions under Council Regulation (EC) No 1254/1999 of 17 May 1999 on the common organisation of the market in beef and veal, Council Regulation (EC) No 2529/2001 of 19 December 2001 on the common organisation of the market in sheepmeat and goatmeat, Council Regulation (EC) No 1784/2003 of 29 September 2003 on the common organisation of the market in cereals and sums granted for the supply of rice to the French overseas department of Réunion under Article 5 of Council Regulation (EC) No 1785/2003 of 29 September 2003 on the common organisation of the market in rice.


Rit
[is] Reglugerð ráðsins (EB) nr. 247/2006 frá 30. janúar 2006 um sértækar ráðstafanir vegna landbúnaðar á ystu svæðum Sambandsins

[en] Council Regulation (EC) No 247/2006 of 30 January 2006 laying down specific measures for agriculture in the outermost regions of the Union

Skjal nr.
32006R0247
Aðalorð
markaðskerfi - orðflokkur no. kyn hk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira